Kvöldstund í vefsíðugerð

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Mánudagskvöldið 17. október kl. 19:30-21:30 ætlum við að hafa Kvöldstund í vefsíðugerð í Álftamýrarskóla. Það er hún Þórunn sem er svo vinsamleg að bjóða okkur í tölvustofuna sína.

Þetta verður kvöldstund með svipuðum hætti og Joomaklúbburinn sem við höfum verið með í tvo vetur. Núna ætlum við að víkka sviðið og það eru allir velkomnir þó svo þeir vinni í öðrum vefumsjónarkerfum.

Með okkur þetta kvöld verður Jónas F Steinsson vefhönnuður og Joomlasérfræðingur hjá Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar. Jónas er tilbúinn að svara spurningum ykkar og ræða um vefsíðumál.
Það gildir þetta kvöld eins og áður að maður er manns gaman.