Töfraveggurinn

Posted by admin, Category: Fréttir, Leikskóli,

Leikskólinn Bakki í Grafarvogi hefur um árabil lagt mikla áherslu á UT í skólastarfi. Í vetur hefur Rakel Magnúsdóttir kennari unnið að því að útbúa námsgagn um upplýsingatækni í leikskólastarfi. Verkefnið ber heitið Töfraveggurinn og hlaut leikskólinn Bakki styrk þetta skólaár frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að vinna verkið. Töfraveggurinn er einstaklega vel útbúið námsgagn og verður örugglega í framtíðinni fyrirmynd margra leikskólakennara sem vilja efla eða hefja upplýsingatæknikennslu í sínum leikskóla.

Til hamingju með með afrakstur verkefnisins Rakel og aðrir kennarar í leikskólanum Bakka og takk kærlega fyrir framlag ykkar til þess að vekja athygli á UT í skólastarfi.