Aðalfundur 3f 2011

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Aðalfundur 3f verður haldinn mánudaginn 30. maí nk. kl. 16:30 í Listgreinahúsi HÍ í Skipholti 37 105 Reykjavík. 

Dagskrá:
1. Venjubundin aðalfundarstörf
a)  skýrsla stjórnar kynnt
b)  endurskoðaðir reikningar lagðir fram
e)  kjör stjórnar
f)   kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
h)  önnur mál

2. Hlé og veitingar

3. Plan2Biz
Benedikt Bjarnason og Andri Heiðar Kristinsson kynna Plan2Biz. 

Plan2Biz er nýsköpunarfyrirtæki staðsett í Reykjavík. Það var stofnað í júní 2010 af hópi fjögurra áhugasamra athafnamanna með víðtæka reynslu á sviði þróunar hugbúnaðar og nýsköpunnar og hefur þróast hratt á skömmum tíma.  Stefna fyrirtækisins er að gera það auðvelt að breyta fyrirtækjahugmyndum í veruleika.