Heimsókn í Keili

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2011, Fréttir,

Við brugðum okkur í heimsókn í Keili-Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs s.l. laugardag. Tilefnið var að færa þeim í Keili gjöf í þakklætisskyni fyrir velheppnaða ráðstefnu 11. mars s.l.  Björk Guðnadóttir okkar kona í Keili tók á móti gjöfinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Við þökkum Keili kærlega fyrir gott samstarf og vonum að framhald verði á því í framtíðinni.