Ný heimasíða opnuð á skemmtikvöldi

Ný heimasíða opnuð á skemmtikvöldi

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010, Fréttir,

Síðdegis í dag var opnuð formlega ný heimasíða 3f. Við eigum eiginlega bara eftir að færa hana yfir á vefslóðina okkar og þá er hún tekin við af þeirri gömlu. Þessi nýja heimasíða er gerð með  vefumsjónarkerfinu WordPress, en sú gamla var gerð með Joomla.

Á skemmtikvöldinu fór Fjalar yfir 100 bestu stafrænu verkfærin í námi og kennslu. Þetta er listi sem Jane Hart, stofnandi Centre for learning and Performance Technologies tekur árlega saman. Hér má sjá kynninguna sem unnin var í Prezi.

Við áttum saman notalegt síðdegi og margt áhugavert til umræðu.