Minn eiginn vefur

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010,

3f hélt námskeið í vefsíðugerð sem bar nafnið Minn eiginn vefur í október til nóvember 2010. Námskeiðið var hugsað fyrir alla áhugasama kennara sem hafa áhuga á að læra vefsíðugerð frá grunni.

Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að skrá íslensk lén, sækja um vefhýsingu og setja upp eigin vef frá grunni. Unnið var með WordPress vefumsjónarkerfið sem er opinn og ókeypis hugbúnaður. Þátttakendum var frjálst að móta vef að eigin vali og fá aðstoð við uppsetningu, útlit og efnisvinnslu í WordPress vefumsjónarkerfinu. Geta má þess að þetta vefumsjónarkerfi hefur verið mjög vinsælt sem persónulegir vefir, bekkjarvefir og æ fleiri skólar eru farnir að gera heimasíður sínar með þessu kerfi.

Kennslan fór fram í þremur staðbundnum lotum í kennslustofu ásamt því sem þátttakendur hafa aðgang að kennara og kennsluefni í gegnum Moodle námsstjórnunarkerfið. Kennari verður S. Fjalar Jónsson. Námskeiðsgjald er einungis 8.000 kr.

Námskeiðið var haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eins og hér segir:
6. október kl. 17:45-20
13. október kl.17:15-20 (viðbætur - vinnustofa)
20.október kl. 17:45-20
10. nóvember kl. 17:45-20

Góður rómur hefur verið gerður að vefsíðunámskeiðunum sem 3f hefur staðið fyrir, en því miður ræðst fjöldi þátttakenda af aðstæðum og því komast einungis 22 að á námskeiðinu. Ef áhugi verður mikill mun námskeiðið verða endurtekið.