Joomlaklúbbur – kvöldstund í vefsíðugerð

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010,

Fimmtudagskvöldið 11. nóvember 2010 kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Árni í Álfhólsskóla í Kópavogi var svo vinsamlegur að bjóða okkur upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.

Klúbburinn var sem fyrr mjög óformlegur, boðið var upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Við  skiptumst á hugmyndum og kennum hvert öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Við vorum með stutt innlegg, kenndum þátttakendum að setja inn á síðurnar myndrænar tilvísanir í myndakerfi eins og Flickr.

Mest um vert var að hafa gaman af og miðla af þekkingu til hvers annars. Góðar veitingar voru í boði 3f.