Vel heppnaður Joomlaklúbbur

Vel heppnaður Joomlaklúbbur

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010, Fréttir,

Fimmtudaginn 11. nóvember s.l. var haldinn vel heppnaður Joomlaklúbbur í Álfhólskóla hjá honum Árna. Það er alveg frábært hvað það eru alltaf margir að mæta í klúbba af þessu tagi og allir fara glaðir heim eftir skemmtilega samveru.

Á fundinum kynnti Sigurður Fjalar nokkrar leiðir til þess að samþætta Joomla 1.5 og myndir af Flickr. Hér er hægt að sækja leiðbeiningar sem Fjalar setti saman af þessu tilefni.

Hér má sjá myndir sem Árni tók þetta skemmtilega kvöld og hér eru svo nokkrar til viðbótar sem Fjóla tók.