Sumarnámskeið hjá Endurmenntun

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2010,

Sumarið 2010 stóð 3f fyrir því að haldin voru tvö námskeið sem sérstaklega eru ætluð félagsmönnun 3f. Öllum félagsmönnum 3f var velkomið að sækja um, en framhaldsskólakennarar gengu fyrir á námskeiðunum.

Í boði voru námskeiðin:

Efnisvinnsla á vef - haldið 1. og 8. júní 2010 kl. 9:00 til 13:30 í Verzlunarskóla Íslands. Kennari var S. Fjalar Jónsson. Dipl Ed. í tölvu- og upplýsingatækni.

Markmið námskeiðsins er að gera upplýsingatæknikennara færari í hvers konar efnisvinnslu á vef, s.s. vinnslu með texta, myndir, hljóð og margmiðlunar­efni. Sjá nánar og skráning á heimasíðu Endurmenntunnar HÍ.  ATH. Hér gildir fyrstir skrá - fyrstir fá.

Miðlun efnis í kennslu og á vef - haldið 3. júní kl. 8:30 - 16:30 í Verzlunarskóla Íslands. Kennari var Ida Semey. Dipl.Ed. í tölvu- og upplýsingatækni,

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að vinna með upptökuvél, læri að gera handrit (og "storyboard"),  geti myndað margar senur og skeytt saman og geti unnið með upptökur á ýmsa vegu fyrir vef.