Sumarnámskeið hjá Endurmenntun
, Category: Atburðir, Atburðir 2010,Sumarið 2010 stóð 3f fyrir því að haldin voru tvö námskeið sem sérstaklega eru ætluð félagsmönnun 3f. Öllum félagsmönnum 3f var velkomið að sækja um, en framhaldsskólakennarar gengu fyrir á námskeiðunum.
Í boði voru námskeiðin:
Efnisvinnsla á vef - haldið 1. og 8. júní 2010 kl. 9:00 til 13:30 í Verzlunarskóla Íslands. Kennari var S. Fjalar Jónsson. Dipl Ed. í tölvu- og upplýsingatækni.
Markmið námskeiðsins er að gera upplýsingatæknikennara færari í hvers konar efnisvinnslu á vef, s.s. vinnslu með texta, myndir, hljóð og margmiðlunarefni. Sjá nánar og skráning á heimasíðu Endurmenntunnar HÍ. ATH. Hér gildir fyrstir skrá - fyrstir fá.
Miðlun efnis í kennslu og á vef - haldið 3. júní kl. 8:30 - 16:30 í Verzlunarskóla Íslands. Kennari var Ida Semey. Dipl.Ed. í tölvu- og upplýsingatækni,
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að vinna með upptökuvél, læri að gera handrit (og "storyboard"), geti myndað margar senur og skeytt saman og geti unnið með upptökur á ýmsa vegu fyrir vef.