Miðvikudagskvöldið 11. nóvember 2009 kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Kolbrún í Flataskóla í Garðabæ var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.
Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið er upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Við skiptumst á hugmyndum og kenndum hvort öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 varum að ræða.
Þeir sem höfðu áhuga gátu einnig lært eitthvað nýtt, t.d. að setja inn myndir og setja á þær tags.