Leikskólakennarahittingur

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Mánudaginn 19. október 2009 komu leikskólakennarar innan 3f saman í leikskólanum Bakka í Grafarvogi. Það var Rakel G. Magnúsdóttir upplýsingatæknikennari í leikskólanum sem tók vel á móti félagsmönnum. Rakel sýndi skólann og sagði frá starfi sínu og kennaranna í Bakka, en leikskólinn hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í leikskólum undanfarin ár. Gaman að segja fá því að leikskólinn vann einmitt til verðlauna sl. föstudag á Hausthátíð eTwinning. Þrjú af verkefnum skólans í eTwinning hlutu evrópska gæðamerkið í ár og er það stórkostlegur árangur.

Rakel sendi okkur smá pistil um starfið og áhugaverðar krækjur sem rætt var um svo allir félagsmenn megi njóta (Nánar hér fyrir neðan). Hér má sjá myndir sem Sverrir J. Dalsgaard tók í gær.

Rakel sýndi okkur leikskólann og síðan kynnti hún starfið sem þar lýtur að upplýsingatækninni. Smart-skjárinn var skoðaður og sýnt hvernig hægt er að nýta hann í leik og námi leikskólabarna. Skjárinn er mjög skemmtilegt tæki sem býður upp á fjölmarga möguleika.

Heimasíðan á Bakka var skoðuð og farið var vel í það hvernig hún er uppbyggð. Rætt var um mikilvægi þess að vera með lifandi forsíðu ef viðkomandi ætlar á annað borð að halda úti heimasíðu á vefnum. Síðan var farið í ýmsar hagnýtar upplýsingar eins og réttindamál á því sem notað er á viðkomandi heimasíðu. Myndir af börnunum sem birtast opinberlega og mikilvægi þess að virða einkalíf þeirra og birta þar með flestar myndirnar af þeim á læstri myndasíðu. Rætt var um stærðir mynda sem fara á vefinn og hvað það er alltof algengt að þær séu ekki minnkaðar áður en þær eru settar út á vefinn. Að lokum var rætt um upplýsingatæknina á Bakka og hvaða forrit eru helst notuð. Hér er listi yfir helstu forritin:

 • Joomla - vefsíða Bakka
 • Photoshop
 • PowerPoint
 • Word
 • Publisher - bæklingar og tilkynningar
 • Dreamweaver – heimasíðuforrit
 • Movie Maker
 • IMovie
 • inal Cut
 • Photoshop Lightroom
 • KidPix
 • Flashmeeting

Ekki gafst tími til að fara nema lauslega yfir allt sem við gerum hér á Bakka og tengist upplýsingatækninni. Fyrir áhugasama er hægt að afla sér nánari upplýsingar á eftirfarandi slóðum:

Magic of colors
http://twinblog.etwinning.net/5682/
http://magicofcolorsetwinning.blogspot.com/2009/09/little-painters_08.html
http://www.srlausnir.is/davinci/index.html

Math - easy and interesting
http://twinblog.etwinning.net/13694/

Our Countries
http://twinblog.etwinning.net/5424/
http://www.leikskolinn-bakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=82&Itemid=196

Our Feathery Friends
http://twinblog.etwinning.net/birds/
http://www.leikskolinn-bakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=96&Itemid=300025

The four elements

http://www.leikskolinn-bakki.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=81&Itemid=195·         http://twinblog.etwinning.net/4018/

Through the children's eyes
http://twinblog.etwinning.net/8306/
http://www.flickr.com/photos/bakkamyndir/

Ný síða í vinnslu sem heldur utan um alla hlekkina sem takaþátt í verkefninu

With a Book I can Fly
http://twinblog.etwinning.net/14716/ - ný stofanð verkefni á eftir að koma eitthvað inn Aukavefir Bakka

Jólasíða - http://www.srlausnir.is/jol/jolin.html
Páskasíða –
http://www.srlausnir.is/paskar/index.htm

Erum líka með eldri verkefni sem má sjá á heimasíðu skólans

http://www.leikskolinn-bakki.is/index.php?option=com_content&view=article&id=888&Itemid=300020

Við á Bakka þökkum ykkur í 3F kærlega fyrir komuna og gjöfina, það er alltaf gaman að sýna stoltið sitt.

Kær kveðja,

Rakel.

Þessu er við að bæta að frí og opin forrit sem Fjóla talaði um að nota mætti með ungum börnum er hægt að nálgast á heimasíðu 3f hér.

Forrit sem nýlega eru komin á markað eru:

http://storybird.com/ og http://goanimate.com