Joomlaklúbbur – kvöldstund í vefsíðugerð

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Fimmtudagskvöldið 24. september 2009 kl.19.30 bauð 3f félagsmönnum upp á Joomla-klúbbskvöld. Þórunn í Álftamýrarskóla var svo vinsamleg að bjóða upp á aðstöðu fyrir klúbbinn.

Klúbburinn var mjög óformlegur, boðið var upp á afnot að nettengdum tölvum í tölvuveri skólans. Skiptst var á hugmyndum og þátttakendur kenndu hvert öðru að vefa með Joomla vefsíðukerfinu. Skipti þá engu hvort Joomla 1.0 eða 1.5 er um að ræða.