Heimsókn til Sjá

Posted by admin, Category: Atburðir, Atburðir 2009,

Síðdegis miðvikudaginn 9. september 2009 buðu þær Áslaug og Jóhanna hjá SJÁ félagsmönnum í heimsókn í fyrirtækið sitt.
Áslaug hélt erindi um það hvað ber að hafa í huga við gerð góðra skólavefja. Síðan var spjallað um úttekt á opinberum vefjum sem fyrirtækið SJÁ hefur unnið að í nokkur ár. Hægt er að sjá niðurstöður úttekta þeirra á vefsíðu Hagstofunnar og er mjög fróðlegt að skoða útkomu ákveðinna vefja eða bera saman vefi. Við skoðuðum að ganni nokkra vefi framhaldsskóla og áhugaverð niðurstaða kom upp. Áslaug benti okkur á að skoða Vefhandbókina sem er á UT-vefnum.  Áhugavert að skoða áður en hafist er handa við vefsmíðina. Á UT vefnum er svo líka að finna fræðslu um frjálsan og opinn hugbúnað. Stjórn 3f þakkar þeim Áslaugu og Jóhönnu kærlega fyrir höfðinglegar mótttökur.