Framhaldsnámskeið í Joomla

Posted by admin, Category: Atburðir 2009, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Háskóli, Leikskóli,

3f stóð fyrir framhaldsnámskeið í Joomla 10. og 17. febrúar 2009. Þau þrjú Joomla námskeið sem félagið hefur staðið fyrir í vetur hafa öll fyllst, eitt áður en náðist að auglýsa það. Þess má geta að 3f sótti um styrk til Endurmenntunar (sem styrkir námskeið fyrir framhaldsskólakennara) til að halda Joomla námskeið en því erindi var hafnað.

Þátttakendur hafa verið mjög ánægðir en kennari á námskeiðunum hefur verður Sigurður Fjalar Jónsson kennari við FB og vefhönnuður hjá HugAx. Námskeiðiðin hafa verið haldin í Verzlunarskóla Íslands og kann stjórn félagsins stjórnendum skólans bestu þakkir fyrir afnot af húsnæði og tölvum.

Stjórn 3f hvetur félagsmenn til að hafa samband This email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it   ef þeir hafa tillögur að námskeiði, eða vilja e.t.v. standa að slíku í samstarfi við félagið.