Fræðslufundur

Posted by admin, Category: Atburðir 2008, Fréttir,

3f – Félag um upplýsingatækni og menntun stóð fyrir fræðslufundi fimmtudaginn 10. maí nk. kl.16 í Hamri, stofu H001, Kennaraháskóla Íslands, Stakkahlíð í Reykjavík.

Dagskrá:

Fjölbreytt er flóran – könnun á starfsheitum í upplýsingatæknimennt

Dagný E Birnisdóttir skólasafnskennari í Lundarskóla á Akureyri.

Dagný gerði haustið 2006 könnun á starfsheitum sem tengjast upplýsingamennt í íslenskum grunnskólum. Athugunin beindist að starfsheitum þeirra sem starfa á skólasöfnum og þeirra sem sinna tölvukennslu og/eða tölvuumsjón. Í könnuninni komu fram 42 starfsheiti yfir þá sem sinna tölvukennslu og/eða tölvuumsjón í íslenskum grunnskólum. Á skólasöfnum fundust 22 starfsheiti. Í erindi sínu ætlar Dagný að skýra nánar frá niðurstöðum sínum sem eru mjög áhugaverðar.

Stutt hlé – kaffi og kaka

Hver er staðan og hvert á að stefna: Á vit nýrra ævintýra.

Ida Semey öldungardeildarstjóri og spænskukennari í Menntaskólanum í Hamrahlíð.

Ida Semey fór á ráðstefnu í Danmörku haustið 2006 sem bar yfirskriftina„Læra um netið. Læra á netinu.“ Ráðstefnan var skipulögð fyrir kerfis- og netstjóra í menntageiranum, kennara og notendur “Danish Research Network”. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðuna og ýmsar nýjungar ræddar. Rannsóknanetið hvetur til framleiðslu og rannskókna á stafrænu efni, á notkun og framleiðslu myndupptaka (video) til notkunnar í kennslu á háskólastigi. Í erindinu verður farið yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni og stutt kynning mun verða á heimasíðu Rannsóknanetsins ásamt starfsemi þess.Sjálf er Ida að framleiða myndefni (video) til notkunnar í tungumála­kennslu og ætlar hún að fletta áhuga sinn á því sviði inn í erindið.