Fræðslu- og umræðufundur um opinn/frjálsan hugbúnað
, Category: Atburðir 2008, Framhaldsskóli, Fréttir, Grunnskóli, Leikskóli,3f stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi um opinn/frjálsan hugbúnað miðvikudaginn 1. apríl í Álftamýrarskóla. Fundurinn var frá kl. 17:00 - 18:30. Tryggvi Björgvinsson, formaður Félags um stafrænt frelsi á Íslandi, fjallaði um opinn/frjálsan hugbúnað. Hann var með nokkrar tölvur með sér sem eingöngu eru með frjálsum hugbúnaði svo fundargestir gátu prófað og kynnt sér virkni þeirra. Í framhaldi af erindi Tryggva voru ýmis mál rædd er snerta frjálsan hugbúnað og skólastarf.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á fundinum.